Problem C
Chili COM Carne
Languages
en
is
Forritarar þekkja allir COM, sem stendur auðvitað fyrir Cost Of Maintenance, og ekkert annað. Oft er hægt að halda slíkum kostnaði niðri með því að láta tölvur sjá um viss verk, en margir forritarar eru aðeins of æstir í að ganga í slíkt og enda með því að eyða meiri tíma í að forrita tölvuna til að sjá um verkefnið en það hefði tekið að gera það handvirkt út alla ævi.
Því þarf nú að búa til forrit sem sjálfkrafa sér um að ákvarða hvort það sé þess virði að skrifa forrit sem gerir hluti sjálfkrafa. Þar sem þetta forrit er ekki til ennþá er ekki víst hvort það sé þess virði að skrifa það, en það verður bara að koma í ljós.
Við mælum tímann okkar í nokkrum einingum þar sem stærsta einingin eru ár. Í einu ári eru svo $52$ vikur. Í hverri viku eru $5$ vinnudagar, og í hverjum vinnudag eru $8$ vinnustundir. Loks eru náttúrulega $60$ mínútur í hverri klukkustund og $60$ sekúndur í hverri mínútu.
Að því gefnu hversu oft þarf að sinna verkefninu, hvað það tekur langan tíma að sinna því, og hversu lengi tæki að búa til forrit sem sér um það sjálfkrafa þarf þá að segja hversu mikinn tíma það gæti sparað eftir fimm ár. Sparnaðurinn er mældur frá og með að forritið er tilbúið.
Inntak
Fyrsta línan gefur hversu oft þarf að sinna verkefninu á forminu n sinnum daglega. Ef $n$ er $1$ stendur sinni í staðinn fyrir sinnum. Í staðinn fyrir daglega getur einnig staðið vikulega eða arlega (árlega). Næsta lína gefur hversu langan tíma það tekur að sinna verkefninu á forminu n sekundur. Í staðinn fyrir sekundur getur einnig staðið minutur, klukkustundir, dagar, vikur, ar (ár). Ef $n = 1$ kemur eintöluform orðsins í staðinn, s.s. eitt af sekunda, minuta, klukkustund, dagur, vika eða ar (óbreytt). Loks fylgir þriðja og síðasta línan sem gefur hversu langan tíma tekur að búa til forrit sem sér um verkefnið sjálfkrafa. Þetta er gefið á sama formi og línan á undan. $n$ er jákvæð heiltala jöfn í mesta lagi $10$ í öllum tilfellum að ofan. Athugum að þar sem fleiri en ein manneskja getur sinnt verkefninu er mögulegt að það taki samtals meir en fimm ár að sinna verkefninu næstu fimm árin.
Úttak
Prenta skal fjölda sekúndna sem forritið myndi spara yfir $5$ ár. Ef það að skrifa forritið tekur lengri tíma en að gera verkefnið handvirkt næstu $5$ ár skal í staðinn prenta Borgar sig ekki!.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
1 sinni vikulega 1 minuta 1 klukkustund |
12000 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
5 sinnum daglega 10 sekundur 2 vikur |
Borgar sig ekki! |