Problem F
Fljúgandi Furðuhlutir Forðast Fókus
Languages
en
is
Eins og vel er þekkt er jörðin flöt og geimverur fylgjast með öllu sem gert er til þess að sjá til þess að enginn komist að þessarri flatneskju. Til þess þurfa geimverurnar að sjá til þess að aldrei náist skýr ljósmynd af geimskipum þeirra.
Geimverurnar halda því utan um gögn hvar hver einstaklingur heldur sér og hversu góðar myndavélar þeirra eru. Út frá þessu geta geimverurnar ákveðið lágmarksradíus sem þarf að halda sig utan frá hverjum einstaklingi. Þetta flækir hins vegar ferðaplön geimveranna töluvert. Ef of margir eru komnir með góðar myndavélar geta sum ferðaplön ekki bara lengst heldur orðið ómöguleg eins og þau leggja sig. Getur þú hjálpað við að ákvarða hvenær þetta gerist? Vegna undarlegrar hönnunar geimskipanna gera öll ferðaplön ráð fyrir að geimskipið haldi sér í fastri hæð.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur jákvæða heiltölu $n$, fjöldi einstaklinga sem fylgst er með, og heiltölu $h$, hæðin yfir jörðu sem geimskipið heldur sig í. Upphaflega er enginn með myndavél. Gefið er að $1 \leq n \leq 5 \cdot 10^4$ og $0 \leq h \leq 10^9$. Næst koma tvær línur sem lýsa upphafs- og lokastaðsetningum geimskipsins með $x$-hnitum og svo $y$-hnitum sem eru báðar heiltölur. Næst koma $n$ línur, hver með $x$-hniti og $y$-hniti sem eru báðar heiltölur. $i$-ta línan gefur staðsetningu $i$-ta einstaklingsins.
Næst kemur lína með einni jákvæðri heiltölu $m$, fjöldi myndavélakaupa. Gefið er að $1 \leq m \leq 10^5$. Loks fylgja $m$ línur þar sem $i$-ta línan lýsir $i$-tu myndavélakaupin. Hver lína inniheldur heiltölu $j_i$, númer einstaklingsins sem keypti myndavélina, og heiltölu $r_i$, sem gefur lágmarksradíusinn sem geimskipið þarf að halda sér utan.
Lágmarksradíusinn fyrir tiltekinn einstakling er ávallt ákvarðaður út frá bestu myndavélinni sem hann hefur aðgang að. Gefið er að $1 \leq j_i \leq n$ og $1 \leq r_i \leq 10^9$. Öll hnit í inntaki eru minnst $-10^{9}$ og mest $10^9$.
Úttak
Ef að frá og með $i$-tu myndavélakaupum er ekki lengur hægt að komast frá upphafspunkti til endapunkts skal prenta $i$. Annars ef enn er hægt að komast milli upphafs- og lokastaðsetningar eftir öll myndavélakaup skal í staðinn prenta $-1$. Kaupin eru framkvæmd í sömu röð og þau koma fyrir í inntakinu.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 0 5 5 20 20 0 0 10 0 0 10 10 10 6 1 6 2 2 3 6 4 6 2 4 2 6 |
6 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 0 4 5 5 5 0 0 10 0 0 10 10 10 4 1 6 2 6 3 6 4 6 |
-1 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
2 10 -5 0 5 0 5 0 0 0 2 1 10 2 100 |
2 |