Hide

Problem E
Lykilorðasía

Languages en is
/problems/lykilordasia/file/statement/is/img-0001.png
Bash.org on the Wayback Machine – Quote 244321, web.archive.org

Það gerist reglulega að einhver lætur kreista út úr sér lykilorðið sitt í netspjalli, tölvupósti eða öðrum samskiptamiðli. Til að koma í veg fyrir þetta ætlar fyrirtækið sem þú vinnur hjá að koma upp lykilorðasíu. Auðvitað fellur það til þín að forrita þá síu.

Sían tekur inn streng sem á að senda út og sér til þess að allt sem gæti verið lykilorð sé skipt út fyrir endurtekningar af stafnum *.

Strengnum er fyrst skipt í búta aðskilda með bilum. Svo eru þessir bútar skoðaðir hver fyrir sig, og ef bútur gæti verið lykilorð er honum skipt út fyrir streng af stafnum * sem er jafn langur og upphaflegi búturinn.

Bútur telst mögulegt lykilorð ef hann inniheldur bæði bókstaf og tölustaf.

Inntak

Fyrsta og eina línan gefur textann sem skal senda gegnum síuna. Inntakið getur innihaldið alla prentanlega ASCII stafi, nema einu bilstafirnir eru venjuleg bil og einn nýlínustafur aftast. Fremsti og aftasti stafurinn (utan við nýlínustafinn) eru ekki bilstafir. Það er ávallt aðeins eitt bil milli búta. Það er minnst einn stafur og mest 1000 stafir utan við nýlínustafinn.

Úttak

Prenta skal sömu línu og í inntakinu eftir að sían hefur breytt inntakinu eins og lýst er að ofan.

Sample Input 1 Sample Output 1
Hei hver er stadan a PRinu?
Hei hver er stadan a PRinu?
Sample Input 2 Sample Output 2
Lykilordid mitt er hunter2
Lykilordid mitt er *******

Please log in to submit a solution to this problem

Log in