Problem H
Öskurdulmál
Languages
en
is

Þú ert að reyna skipuleggja afmælisteiti fyrir samstarfsaðila en þarft að reyna passa að ekki komist upp um þig. Auðvitað eru allar umræður í hópspjalli sem aðeins viðeigandi aðilar hafa aðgengi að, en á svona vinnustað er alltaf hætta að einhver lesi eitthvað á skjánum hjá öðrum, jafnvel bara fyrir slysni. Því kom upp sú tillaga að nota einhverskonar einfalda dulkóðun sem myndi duga til að leysa það vandamál.
Eftir að einhver var að eyða vinnutíma í að lesa XKCD frekar en að skrifa einingarprófanir og skjölun þá kom upp sú tillaga að nota Scream Cipher.
Það fellur nú á þig að redda forriti sem getur dulkóðað og afkóðað Scream Cipher texta. Meðfylgjandi dæminu er viðhengi sem gefur alla venjulega stafi í fyrri dálk og alla dulkóðaða stafi í seinni dálk.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur einn bókstaf sem er annað hvort D eða E. Ef hann er D á að dulkóða það sem kemur á næstu línu, en annars á að afkóða það sem kemur á næstu línu. Næst kemur lína með allt að 1000 stöfum, ásamt nýlínustaf. Allir stafirnir utan við nýlínustafinn eru annað hvort bil eða í töflunni að ofan. Ef á að dulkóða eru bara stafir úr vinstri dálk, annars bara úr hægri dálk. Í báðum tilfellum mega hins vegar vera bil. Línan byrjar ekki á bili né endar á bili (þar sem nýlínustafurinn telst ekki með). Aldrei verða tvö bil í röð.
Athugið að þar sem inntak er á UTF-8 formi getur verið að forritunarmálið sem þið notið muni ekki telja stafi á sama hátt og þið mynduð halda. Sum tákn í gefnu töflunni teljast sem tveir stafir í flestum forritunarmálum.
Úttak
Prenta skal dulkóðuðu eða afkóðuðu skilaboðin á einni línu. Bil breytast ekki.
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
D A̰ÁĂĂÅ A̰Ả |
HELLO HI |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
E VEISLAN VERDUR FIMMTA JUNI |
ÀÁẢÃĂAÂ ÀÁȂA̱ÄȂ A̮ẢǍǍĀA A̓ÄÂẢ |