Hide

Problem E
Einfasa Eindahraðall

Languages en is
/problems/einfasaeindahradall/file/statement/is/img-0001.png
Mynd eftir Randall Munroe, xkcd.com

Eins og kom fram í síðustu keppni er búið að setja upp íslenskan eindahraðal. Frá því síðast er einhver búinn að taka það að sér að koma honum yfir á einfasa rafmagn, því hinir fasarnir voru að trufla mælingar samkvæmt einhverjum rafverkfræðingi. Álpappírshatturinn var undarlegur, en tækið virkar alla vega. Nú þarf bara að vinna úr gögnunum sem eindahraðallinn spýtti út.

Eindahraðallinn, eins og nafnið gefur til kynna, hraðar eindum. Þetta er gert til að skella saman eindum með miklum krafti til að mynda og greina nýjar og sjaldgæfar eindir. Þessum eindum er lýst út frá ýmsum skammtafræðilegum eiginleikum, eins og sjá má á myndinni.

Með því að endurskala hluti rétt má ráðstafa hlutum sem svo að öllum þessum skammtafræðilegum eiginleikum megi lýsa með heiltölum, þar sem hver eiginleiki hefur eitthvað lágmarks- og hámarksgildi og getur tekið sérhvert gildi þar á milli.

Eindahraðallinn spýtir út þessum skammtafræðilegu gildum fyrir sérhverja eind sem hún mælir. Saman gefa öll þessi gildi gerð eindarinnar, sem er þá runa heiltalna, sem ákvarða eindina ótvírætt. En þar eðlisfræðingarnir eru að leita að tiltekinni eind sem strengjafræði þeirra spáir fyrir um þarf að vinna úr gögnunum aðeins.

Fyrir hverja tilgátu sem eðlisfræðingarnir hafa vilja þeir vita hversu margar eindir mældust sem hafa sérhvern skammtafræðilegan eiginleika innan viss bils. Til dæmis ef lýsa mætti eindum út frá hleðslu, massa og keim gætu eðlisfræðingarnir beðið um fjölda einda með hleðslu nákvæmlega $-3$, massa frá $2$ til $5$ og keim frá $-1$ til $1$. Ein gerð einda sem passar við þetta væri þá til dæmis $(-3, 4, 0)$.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur jákvæða heiltölu $n$, fjöldi skammtafræðilegra eiginleika sem eindahraðallinn mælir. Gefið er að $1 \leq n \leq 10$. Næst fylgir lína með $n$ pörum heiltalna $l_i, r_i$ þar sem $l_i$ gefur lágmarksgildi og $r_i$ hámarksgildi $i$-ta skammtafræðilega eiginleikans. Gildin eru gefin í röðinni $l_1, r_1, l_2, r_2$ og svo framvegis, aðskilin með bili. Gefið er að $-10^9 \leq l_i \leq r_i \leq 10^9$ fyrir öll $i$ og að eindirnar geti haft mest $10^6$ ólíkar gerðir í heildina. Næst fylgir lína með einni jákvæðri heiltölu $p$, fjöldi einda sem eindahraðallinn mældi. Gefið er að $1 \leq p \leq 10^5$. Næst fylgja $p$ línur þar sem $i$-ta línan lýsir $i$-tu eindinni sem eindahraðallinn mældi. Á $i$-tu línu eru $n$ gildi $x_j$ þar sem $x_j$ lýsir $j$-ta skammtafræðilega eiginleika $i$-tu eindarinnar sem uppfyllir $l_j \leq x_j \leq r_j$, þ.e. $i$-ta línan gefur gerð $i$-tu eindarinnar. Næst kemur ein lína með jákvæðri heiltölu $q$, fjöldi fyrirspurna frá eðlisfræðingunum. Gefið er að $1 \leq q \leq 10^5$. Loks koma $q$ línur til viðbótar, þar sem $i$-ta þeirra lýsir $i$-tu fyrirspurn eðlisfræðinganna. Á $i$-tu línu eru $n$ pör heiltalna $a_j, b_j$ þar sem $a_j$ gefur lágmarksgildi og $b_j$ hámarksgildi $j$-ta skammtafræðilega eiginleikans. Gildin eru gefin í röðinni $a_1, b_1, a_2, b_2$ og svo framvegis, aðskilin með bili. Gefið er að $-10^9 \leq a_j \leq b_j \leq 10^9$ fyrir öll $j$.

Úttak

Fyrir hverja fyrirspurn eðlisfræðinganna skal prenta eina heiltölu á sinni eigin línu, fjölda einda í inntaki sem hafa sérhvern skammtafræðilegan eiginleika innan marka fyrirspurnarinnar. Prenta skal svörin í sömu röð og fyrirspurnirnar eru gefnar.

Sample Input 1 Sample Output 1
3
-5 5 0 1 3 9
8
0 0 3
0 1 5
-5 0 3
5 1 7
1 1 9
-1 0 5
2 1 3
-2 0 7
4
-5 5 0 1 3 7
0 0 0 1 3 9
-10 10 -2 2 -10 10
0 5 1 1 4 6
7
2
8
1