Hide

Problem L
Lafhræddir Læknar

Languages en is
/problems/lafhraeddir/file/statement/is/img-0001.png
Mynd eftir Randall Munroe, xkcd.com

Eftir því sem nýi landspítalinn kemst nær og nær því að vera fullbyggður verða læknarnir djarfari. Þeir hafa sést ferðast út fyrir gömlu hringbrautina og jafnvel alla leið hjá votlendinu kringum flugvöllinn. Þetta veldur áhyggjum hjá bæði Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, klárlega þarf að halda þessu fólki í skefjum.

Sem betur fer, eins og vel er þekkt, er hægt að halda læknum burtu með eplum. Nánar tiltekið þarf eitt epli á dag fyrir hvern lækni. Áður var hægt að leysa þetta verkefni gráðugt, versta eplið sem dugði fyrir tiltekinn lækni var notað til að halda lækninum burt og það endurtekið fyrir hvern lækni. En nú eru sumir læknar komnir með eplaónæmi og duga því ekki hvaða epli sem er lengur.

Að eplaónæmi læknanna og eplabirgðastöðu háskólanna gefnum, getur þú svarað hversu marga daga er hægt að halda læknunum í skefjum?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær jákvæðar heiltölur, $L$ sem gefur fjölda tegunda lækna og $E$ sem gefur fjölda tegunda epla. Gera má ráð fyrir að $1 \leq L, E \leq 500$. Næstu $E$ línur lýsa eplategundunum. Hver lína inniheldur nafn eplategundarinnar, styrk eplategundarinnar og loks hversu mörg slík epli háskólarnir eiga til. Styrkurinn er jákvæð heiltala jöfn í mesta lagi $10^9$. Eins eiga háskólarnir jákvæðan heiltölufjölda af hverri eplategund, mest $10^9$ af hverri tegund. Svo koma $L$ línur sem lýsa læknategundunum. Hver lína inniheldur nafn læknategundarinnar, styrk læknategundarinnar, hvað eru margir læknar af þeirri tegund, hversu margar eplategundir tegundin hún er ónæm fyrir og loks nöfn þeirra eplategunda. Eins og með eplin er styrkurinn og fjöldinn bæði jákvæðar heiltölur jöfn mesta lagi $10^9$. Hver læknategund er ónæm fyrir mest $20$ eplategundum. Öll nöfn í inntaki eru strengir sem innihalda bara enska lágstafi með engum bilum. Öll nöfn eru mest $20$ stafir að lengd. Öll nöfn eru ólík.

Úttak

Prentið fjölda daga sem hægt er að halda læknunum í skefjum. Það er að segja ef hægt er að úthluta hverjum lækni $d$ epli sem er með styrk sem er ekki lægri en styrkur læknisins og læknirinn er ekki ónæmur fyrir, en slíkt hið sama gildir ekki um $d + 1$, prentið $d$.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 3
raud 4 7
graen 5 6
gul 3 20
baeklun 4 2 1 raud
heimilis 3 5 0
svefn 1 1 2 raud gul
2